fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Þrír Íslendingar komast á lista yfir þá mest spennandi á Norðurlöndum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. október 2024 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír aðilar með íslenskan ríkisborgararétt komast á lista Daily Mail yfir 20 mest spennandi knattspyrnumenn á Norðurlöndunum þessa stundina.

Orri Steinn Óskarsson framherji Real Sociedad raðar sér á listann en þessi tvítugi framherji hefur vakið verðskuldaða athygli.

Manchester City skoðaði að kaupa Orra í sumar en það var að lokum spænska félagið sem reiddi fram 3 milljarða og fékk Orra frá FCK í Danmörku.

Fyrrum samherji Orra í FCK, Hákon Arnar Haraldsson kemst einnig á listann en Hákon var seldur til Lille í Frakklandi fyrir rúmu ári síðan.

Hákon er 21 árs gamall og hefur vakið sérstaka athygli fyrir vaska framgöngu sína síðustu mánuði.

Þá er Cole Campbell leikmaður Borussia Dortmund á lista en hann á íslenska móður en faðir hans er frá Bandaríkjunum. Fréttir hafa borist þess efnis að Cole ætli sér að spila fyrir landslið Bandaríkjanna frekar en það íslenska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Í gær

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“