Fyrrum leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni var kallaður til réttarhalda í Frakklandi þar sem hann segir frá konu sem sveik af honum pening.
Aurelie Bard er 39 ára frönsk kona en hún er þekktur svikahrappur.
Hún hefur áður verið dæmd fyrir að svíkja fé úr fólki og núna eru réttarhöld í gangi. Leikmaðurinn sem er sagður frægur kemur ekki fram undir nafni í dómsmálinu.
Hún á að hafa svikið 104 milljónir úr kappanum en hún er hún er hluti af stórum hópi sem er sakaður um mjög stór svik þar sem fleiri milljarðir eru sagðir hafa verið teknir með ólöglegum hætti af fólki.
Konan kynntist manninum þegar hann var að spila í Frakklandi með félagi í heimabæ hennar, hún heimsótti hann svo reglulega á Englandi.
Konan hafði veirð að sjá um fjármál fyrir hann og millifærði 104 milljónir á sinn eigin reikning af fjármunum hans.
„Ég var fyrsta fórnarlamb hennar,“ segir maðurinn í samtali við fjölmiðla.