Fyrrum sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur játað að hafa myndað samlíf sitt með fyrrum kærustum sínum án leyfis.
Um er að ræða framherjann Hwang Ui-Jo en hann er 32 ára gamall og er landsliðsmaður Suður-Kóreu.
Um var að ræða fjögur skipti þar sem Hwang braut á sér en konurnar höfðu ekki hugmynd um að hann væri að mynda það sem átti sér stað í svefnherberginu.
Hwang er fyrrum leikmaður Nottingham Forest og Norwich en hann lék síðasta á Englandi 2024.
Hann er í dag á mála hjá Alanyaspor í Tyrklandi og á að baki 62 landsleiki fyrir þjóð sína og hefur í þeim skorað 19 mörk.
,,Ég mun ekki brjóta af mér í framtíðinni og mun einbeita mér að því að standast væntingar á vellinum,“ sagði Hwang.
,,Ég hef beðið fórnarlömbin afsökunar á þeim sársauka sem ég olli þeim og einnig þá sem hafa stutt við bakið á mér og séð um mig í gegnum erfiða tíma.“
Hwang mætti fyrir framan dómara í fyrsta sinn á miðvikudaginn og játaði þar eigin brot eftir að hafa haldið fram sakleysi sínu um dágóðan tíma.