Paul Pogba miðjumaður Juventus segist aldrei hafa ætlað sér að svindla, hann hafi tekið lyf sem hann fékk frá atvinnumanni.
Pogba var fyrst um sinn dæmdur í fjögurra ára bann en það var minnkað niður í átján mánuði á dögunum.
„Ég tek ábyrgð á því að hafa tekið þetta bætiefni, ég fór ekki yfir það meira. Þrátt fyrir að það kæmi frá atvinnumanni,“ sagði Pogba.
„Ef það þarf að refsa mér þá tek ég því. Það áttu aldrei að vera fjögur ár, ég tek 12 mánuðum.“
Hann segist aldrei hafa ætlað að svindla. „Ég er heiðarlegur, ég er ekki svindlari. Ég elska íþrótt mína, ég elska leikinn og vill vinna á heiðarlegan hátt.“
Viðtalið má sjá í heild hér að neðan.