Paul Pogba segist hafa upplifað gríðarlega erfiða tíma eftir að hafa verið dæmdur í fjögurra ára leikbann í fyrra – það bann var stytt fyrr á árinu.
Pogba er stórstjarna í boltanum og var vinamikill en hann segir að jafnvel sínir bestu vinir hafi byrjað að koma allt öðruvísi fram eftir bannið.
Pogba var dæmdur fyrir notkun á ólöglegum sterum en hann er í dag á mála hjá Juventus.
,,Við erum öll mennsk og erum með tilfinningar. Þegar ég var dæmdur þá byrjaði ég að átta mig á hvernig lífið virkar,“ sagði Pogba.
,,Paul Pogba – frægi maðurinn – var dáinn. Fólk byrjaði að forðast mig.“
,,Mér var venjulega boðið á alls konar viðburði en eftir dóminn þá vildi enginn hafa neitt með mig hafa. Vinir mínir hættu að hringja í mig eins og þeir gerðu áður.“
,,Þegar fólk heyrir að ég hafi tekið stera þá hugsa þau með sér að þú viljir verða næsti Hulk.“