Raphael Varane hefur útskýrt af hverju hann ákvað að yfirgefa Manchester United í sumar og semja við Como á Ítalíu.
Varane er 31 árs gamall en eftir stutt stopp hjá Como hefur hann lagt skóna á hilluna vegna meiðsla.
Varane vissi sjálfur að tími sinn hjá United væri liðinn en hann fann á sér að félagið væri að horfa í allt aðra átt þegar kom að framtíðinni.
,,Í byrjun síðasta tímabilsins hjá Manchester United þá sagði ég sjálfum mér að ég væri til í að klára ferilinn hér og taka þetta ævintýri aðeins lengra. Það gerðist ekki og mikið átti sér stað í sumar,“ sagði Varane.
,,Ég leitaði að einhverju sérstöku og fann Como. Ég vann enska bikarinn með United og vissi um leið að stefna félagsins myndi ekki henta mér.“
,,Como stóð upp úr og það var vit í að taka það skref á ferlinum. Ég verð alltaf til staðar fyrir þá.“