Óvænt nafn mun koma inn í þjálfarateymi enska landsliðsins nú þegar Thomas Tuchel hefur formlega tekið við þjálfun liðsins.
Þar segir að markmannsþjálfari liðsins verði Hilario sem er fyrrum leikmaður Chelsea.
Hilario var í átta ár hjá Chelsea frá árinu 2006 til ársins 2014, hann verður í hluta starfi hjá enska liðinu.
Aðstoðarmaður hans verður Anthony Barry sem var einnig aðstoðarmaður hans hjá Chelsea og FC Bayern.
Hilario hefur verið markmannsþjálfari hjá Chelsea frá árinu 2016 og starfaði þar með Tuchel sem vill hann aftur til starfa.