Samkvæmt Florian Plettenberg virtum blaðamanni í Þýskalandi eru Liverpool og Manchester City á eftir Andrija Maksimovic sem er mikið efni.
Maksimovic er 17 ára gamall og er leikmaður Rauðu Stjörnunnar í Belgrad.
Maksimovic er oft líkt við Lionel Messi en Borussia Dortmund hefru einnig áhuga.
Maksimovic er með samning við Rauðu Stjörnuna til 2027 en hann er til sölu fyrir um 12,5 milljón punda.
Búist er við að fleiri lið bætist í pakkann og að Maksimovic fari í janúar en City og Liverpool hafa gríðarlegan áhuga.