Cristiano Ronaldo hefur í samstarfi við Jacob & Co hafið sölu á úrum sem tengd eru kappanum og hans vörumerki.
Ronaldo elskar dýr úr og hefur átt í miklu samstarfi við Jacob & Co.
Nú verða framleidd 999 úr í nafni Ronaldo frá Jacob & Co sem munu kosta sitt. Ódýrasta úrið verður á 4 milljónir.
Dýrustu úrin verða svo á tæpar 17 milljónir en um verður að ræða tvær týpur sem hægt er svo að breyta og bæta.
Ronaldo hefur í gegnum árin keypt sér mikið af flottum úrum og er safn hans metið á fleiri hundruð milljónir.