KSÍ hefur staðfest breytingu á leiktíma á leik Víkings og Breiðabliks sem áður var settur á klukkan 14:00 í lok mánaðar.
Leiktími leiks Víkings R. og Breiðabliks hefur verið færður til kl. 18:30 og fer hann fram sunnudaginn 27. október á Víkingsvelli.
Ekki er breytt um dagsetningu á leiknum en leikurinn gæti orðið úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.
Til þess að leikurinn verði úrslitaleikur má Breiðablik ekki misstíga sig gegn Stjörnunni ef Víkingur vinnur ÍA um komandi helgi.
Liðin eru jöfn að stigum en Víkingur hefur gríðarlega yfirburði þegar kemur að markatölu.