Svo virðist sem forráðamenn Manchester City séu farnir að undirbúa það ef Pep Guardiola ákveður að láta staðar numið næsta vor.
Samningur Guardiola er að renna út og hefur hann ekki viljað taka ákvörðun um framtíð sína. Guardiola er á sínu níunda tímabili með City.
Segir í frétt Guardian að Ruben Amorim þjálfari Sporting Lisbon sé efstur á óskalista City.
Amorim var mikið orðaður við Liverpool í sumar og hefur einnig verið nefndur til sögunnar hjá Manchester United.
Guardiola er 53 ára og er að margra mati besti þjálfari fótboltans, ljóst er því að það eru stórir skór að fylla í að koma inn fyrir hann.