Manuel Ugarte miðjumaður Manchester United hefur ekki mikinn áhuga á því að spila áfram sem miðvörður, hann var miðvörður í leik með Úrúgvæ í gær.
Ugarte var keyptur til Manchester United frá PSG í sumar en hefur ekki fundið taktinn til að byrja með.
Ugarte er djúpur miðjumaður og hefur látið vita að hann vilji ekki vera miðvörður.
„Þetta var slæmur leik, við spiluðum ekki vel. Við erum miklu betri en þetta var ljótt tap,“ sagði Ugarte eftir 1-0 tap gegn Perú.
„Mér líður vel á boltanum sem miðvörður en mig vantar fullt af hlutum sem varnarmaður er með.“
Ugarte var ónotaður varamaður í síðasta deildarleik United og óvíst er hversu mikið Erik ten Hag treystir honum.