Samkvæmt Mundo Deportivo á Spáni er Liverpool farið að skoða miðverði til að félagið sé undir það búið ef Virgil van Dijk fer.
Hollenski miðvörðurinn verður samningslaus næsta sumar og er óvíst hvort samkomulag náist um nýjan samning.
Mundo Deportivo segir að Loic Balde miðvörður Sevilla sé á blaði Liverpool en hann 24 ára gamall Frakki.
Balde getur farið fyrir 20 milljónir evra og er hann einn þeirra sem er til skoðunar hjá Liverpool.
Virgil van Dijk er ekki eini maðurinn sem er að renna út hjá Liverpool næsta sumar en Mo Salah og Trent Alexandar-Arnold eru í sömu stöðu.