Manchester United ákvað að rifta samningi Sir Alex Ferguson þar sem hann þénaði 2,16 milljónir punda á ári sem sendiherra.
Ferguson var að þéna meira en Kobbie Mainoo miðjumaður liðsins sem er með 1 milljón punda í árslaun.
Ferguson þénaði einnig meira en Amad Diallo og fleiri lykilmenn í liði United.
Ferguson fékk borgaðar rúmar 2 milljónir punda á ári eða 340 milljónir króna. Það var ákvörðun Sir Jim Ratcliffe að skera niður þennan kostnað.
Ferguson hefur í ellefu ár sinnt þessu hlutverki eða allt frá því að hann hætti þjálfun liðsins, Ratcliffe taldi þetta ekki eðlilegan kostnað.
Ferguson mun áfram eiga sæti í stjórn félagsins samkvæmt frétt Athletic og ávallt velkomin á leiki félagsins.