Didier Deschamps þjálfari Frakklands biðir fjölmiðla þar í landi að fara ekki á kaf í fréttir um meinta nauðgun Kylian Mbappe.
Deschamps segist ekki trúa þessum ásökunum ef marka má orð hans. Mbappe hefur verið sakaður um nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi. Meint atvik á að hafa átt sér stað í Svíþjóð.
Mbappe segir ásökunina falsfréttir en Expressen í Svíþjóð segir að lögreglan sé með málið á borðinu. Mbappe var í Svíþjóð í síðustu viku frá miðvikudegi til föstudags og dvaldi á Bank hótelinu í Stokkhólmi.
Deschamps telur þetta ekki vera rétt. „Farið varlega í að taka upp svona hluti,“ sagði Deschamps.
„Þið verðið að taka skref til baka áður en þið gefið eitthvað út um þetta. Svona hlutir hafa of oft gerst,“ sagði Deschamps og átti þar við um falska ásökun.