Nokkur ólga er í Tyrklandi vegna auglýsingu sem birtist á Laugardalsvelli í gær þegar Ísland tók á móti Tyrkjum leiknum lauk með 2-4 sigri Tyrklands.
Auglýsing frá Meritking var þá augljós á Laugardalsvelli nánast allan leikinn, fyrirtækinu er bannað að auglýsa í Tyrklandi.
Um er að ræða veðmálafyrirtæki sem er á bannlista í Tyrklandi að auglýsa, reiðin snýst um það að auglýsingin sást eðlilega mikið í sjónvarpinu og í útsendingunni sem send var út í Tyrklandi.
„Allar auglýsingar eru á borði knattspyrnusambands Íslands og knattspyrnusambands Tyrklands. TV8 hefur ekkert með þetta að gera,“ sagði Alp Özgen sem lýsti leiknum í sjónvarpinu í Tyrklandi.
Reiðin gerði vart við sig á meðan leiknum stóð, Meritking var framan á treyju Galatasaray en þegar bannið var sett var samningum rift.
Fyrirtækið er í eigu Fedlan Kılıçaslan sem hefur reynt að fara í kringum lögin og er því fyrirtækið illa liðið í Tyrklandi.