Thomas Tuchel hefur samþykkt að taka við enska landsliðinu og mun taka við liðinu í vikunni. Frá þessu segja allir helstu miðlar.
Enska sambandið hefur skoðað kosti sína eftir að Gareth Southgate sagði upp störfum í sumar. Tuchel hefur mikið verið orðaður við Manchester United en nú stefnir í að hann taki við enska landsliðinu.
Tuchel hætti með FC Bayern í sumar og hefur síðan skoðað kosti sína, hann vildi aftur starfa á Englandi.
Tuchel gerði vel sem stjóri Chelsea þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina.
Fyrstu leikir Tuchel verða í nóvember þar sem hann mætir meðal annars Írlandi þar sem Heimir Hallgrímsson er þjálfari.