Leikmenn Nígeríu ætla að neita því að spila gegn Líbíu á morgun eftir að hafa verið læstir inni á flugvelli í tólf klukkutíma án vatns og matar.
Nígería var á leið í leikinn með einkaflugvél sem gat ekki lent á áfangastað og var lent á öðrum flugvelli.
Þar var leikmönnum Nígeríu haldið í tólf tíma og var flugvellinum læst, þeir látnir dúsa þar án matar og drykkja.
„Þetta er ekki fótbolti, þetta er til skammar. Við vorum gíslar,“ segir Wilfred Ndidi miðjumaður Leicester.
Svo virðist sem yfirvöld í Líbíu hafi bannað flugvélinni að lenda á áfangastað án útskýringar, aðeins til þess að vera með leiðindi fyrir leikinn.
— William Troost-Ekong (M.O.N) (@WTroostEkong) October 14, 2024