Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands er klár í slaginn gegn Tyrkjum í Þjóaðdeildinni á morgun.
Jóhann haltraði meiddur af velli í leiknum gegn Wales á föstudag en hefur náð bata.
„Staðan er nokkuð góð, töluvert betri en ég bjóst við,“ sagði Jóhann á fréttamannafundi í dag.
Jóhann segist alltaf njóta þess að vera í landsliðinu en hann hefur í rúm 16 ár verið í hópnum.
„16 ár, það er langur tími. Fyrir mig er það alltaf sami heiðurinn og jafn gaman, það voru tímar sem voru erfiðir.“
„Líka skemmtilegir tíma sem hafa glatt mann, það er alltaf gaman að hitta strákana. Mér finnst við vera að byggja eitthvað sérstakt, yngri leikmenn eru farnir að stíga upp. Það er gaman að taka þátt í því.