Það eru sex stjórar sem koma til greina hjá Manchester United ef félagið ákveður að reka Erik ten Hag.
Ten Hag hefur ekki byrjað vel á þessu tímabili en hann var orðaður við brottför í sumar en fékk loks að halda starfinu.
Veðbankar fara vel yfir stöðuna en sex stjórar eru líklegir til að mæta á Old Trafford ef Hollendingurinn verður rekinn.
Einn af þeim er Ruud van Nistelrooy sem er aðstoðarmaður Ten Hag í dag og fyrrum leikmaður United.
Kieran McKenna fær einnig pláss en hann hefur gert magnaða hluti með Ipswich undanfarin ár.
Hér má sjá þá sex líklegustu sem eru nefndir.
Graham Potter (atvinnulaus)
Kieran McKenna (Ipswich Town)
Simone Inzaghi (Inter Milan)
Ruben Amorim (Sporting)
Thomas Frank (Brentford)
Ruud van Nistelrooy (Manchester United)