Enzo Maresca var nýlega valinn þjálfari mánaðarins á Englandi en hann starfar hjá stórliði Chelsea.
Maresca hefur byrjað vel í nýju starfi en hann var hjá Leicester á síðustu leiktíð og kom liðinu upp um deild.
Það er ansi merkilegt að greina frá því að Maresca er fyrsti stjóri Chelsea í yfir þrjú ár til að vinna þessi verðlaun.
Thomas Tuchel var síðast valinn bestur í mánuðinum árið 2021 en ekki löngu seinna var hann látinn fara frá félaginu.
Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig en liðið er búið að spila sjö leiki.