Bukayo Saka mun ekki spila með enska landsliðinu í kvöld sem spilar við Finnland í Þjóðadeildinni.
Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest þær fregnir en Saka er að glíma við meiðsli og er ekki leikfær.
Saka er floginn aftur heim til Arsenal og fer þar í nánari skoðun en óvíst er hversu alvarlega meiddur hann er.
Curtis Jones, leikmaður Liverpool, mun heldur ekki taka þátt í viðureigninni og er mættur aftur til síns félagsliðs.
Það væri gríðarlegt áfall fyrir Arsenal ef Saka verður lengi frá en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.