Margir knattspyrnuaðdáendur eru ansi óánægðir eftir fréttir sem bárust í gær af tölvuleiknum Football Manager.
Ný útgáfa af Football Manager er gefin út á hverju áru en síðasti leikur, FM 24, kom út í nóvember í fyrra.
Búist var við að nýja útgáfan myndi koma út undir lok árs en Sports Interactive hefur frestað útgáfudeginum.
Tölvuleikurinn verður gefinn út í mars árið 2025 en miklar breytingar eru að eiga sér stað og mun það taka sinn tíma.
Þetta gæti haft stór áhrif á Football Manager 2026 og er ólíklegt að hann verði þá gefinn út á næsta ári.
Í leiknum setja spilarar sig í skó knattspyrnustjóra og geta tekið við liðum um allan heim og þar á meðal Íslandi.