Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá hefur lið í áttundu efstu deild Englands fengið að fresta leik sínum um helgina vegna landsleikja.
Fjórir leikmenn FC Lancing í áttundu efstu deild Englands eða Isthmian deildinni eru í landsleikjaverkefni.
Um er að ræða smálið í Englandi en tveir leikmenn liðsins, Knory Scott og Luke Robinson, voru valdir í landsliðshóp Bermuda.
Ekki nóg með það heldur voru tveir leikmenn liðsins valdir í U23 landslið Englands í sex manna keppni.
Lancing átti að spila gegn Crawley um helgina en neyddist til að leita til knattspyrnusambandsins og bað um frestun.
,,Þetta er fáránlegt fyrir lið í þessum gæðaflokki,“ sagði Barry Sutton, stjórnarformaður Lancing.
,,Það er fagnaðarefni ef einn leikmaður er kallaður í landsliðshópinn en að vera með fjóra leikmenn á sama tíma, það er eitthvað sem við höfum aldrei heyrt um.“