Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika er liðið varð Íslandsmeistari á dögunum, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Samantha Smith kom til Breiðabliks frá FHL í Lengjudeildinni á miðju tímabili og reyndist heldur betur drjúg á leið liðsins að titlinum, skoraði níu mörk í sjö leikjum.
„Ég hef sjaldan séð leikmann passa betur inn í eitt lið. Okkur var alveg búið að ganga vel en þetta var eitthvað lokapúsl sem passaði fáránlega vel inn í,“ sagði Ásta.
„Árangurinn hjá FHL var náttúrulega fáránlegur. Maður sá oft fréttir um að hún væri með 3-4 mörk í leik og hugsaði: „Hverjar eru þetta fyrir austan?“ Hún hjálpaði okkur alveg helling.“
Umræðan í heild er í spilaranum.