Ísland 2 – 2 Wales
0-1 Brennan Johnson(’11)
0-2 Harry Wilson(’29)
1-2 Logi Tómasson(’69)
2-2 Danny Ward(’73, sjálfsmark)
Ísland náði í flott stig gegn Wales miðað við gangi mála á Laugardalsvelli í kvöld en leikið var í Þjóðadeildinni.
Ísland náði sér alls ekki á strik í fyrri hálfleik og fékk fá tækifæri en Wales nýtti sín færi og skoraði tvö mörk.
Vörn Íslands var ekki heillandi en Wales fékk afskaplega lítið af tækifærum í síðari hálfleik þar sem við réðum nánast öllu á vellinum.
Innkoma Loga Tómassonar spilaði stórt hlutverk í jafnteflinu en hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran hlut í því seinna.
Logi skoraði fyrra markið með flottu skoti utan teigs en það seinna var skot sem fór í Danny Ward, markvörð Wales, og þaðan í netið.
Lokatölur 2-2 en næsti leikur Íslands er gegn Tyrklandi á mánudag.