Gylfi Þór Sigurðsson er að ná bata eftir meiðsli í baki sem urðu til þess að hann missti af tveimur leikjum með Val fyrir landsleikjafríið.
Gylfi hefur náð að taka þátt í öllum æfingum íslenska landsliðsins í vikunni og gæti spilað gegn Wales á morgun.
„Hann hefur æft með okkur, svo sjáum við á morgun,“ segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands.
Gylfi byrjaði báða landsleiki Íslands í september og því verður að teljast líklegt að hann byrji á morgun sé hann heill heilsu.
Gylfi hefur átt í vandræðum með eymsli í baki í sumar sem hafa orðið til þess að hann hefur misst af nokkrum leikjum með Val.