Gus Poyet, fyrrum leikmaður Chelsea, var í sjokki er hann sá hversu mikið liðsfélaga sínir gátu drukkið á sínum tíma.
Poyet lék með Chelsea frá 1997 til 2001 en hann kemur frá Úrúgvæ og var ekki beint vanur enska lífstílnum.
Þessi fyrrum miðjumaður fann ráð við þessu en hann lét alltaf sjá sig fimm tímum seinna sem kom í veg fyrir að hann myndi fara yfir strikið í miðbænum.
Aðrar stjörnur Chelsea keyrðu í sig áfengi án vandræða en hann var sjálfur alls ekki með sama þol.
,,Um jólatímann þegar við kíktum út á lífið þá hittust leikmennirnir klukkan tvö en ég var mættur klukkan sjö,“ sagði Poyet.
,,Ef ég hefði byrjað að drekka klukkan tvö… Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en hvernig sumir þeirra gáttu drukkið var ótrúlegt.“
,,Næsta dag voru þeir mættir á æfingu og engin vandamál. Ég hefði verið í dái næstu sjö dagana.“
,,Þetta var skemmtilegur tími en þessi drykkja.. Ég var í áfalli! Ég man eftir því að hafa verið meiddur fyrsta kvöldið. Þeir létu mig fá bjór og ég held á honum en ekki viss hvort ég muni fá mér sopa.“
,,Stuttu seinna láta þeir mig fá annan bjór. Ég náði að aðlagast þessu. Ég þurfti að vera til staðar, vera hluti af liðinu.“