Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea skautaði vel framhjá spurningu um starfið hjá Manchester United sem hann er sterklega orðaður við.
Potter er sagður einn af þeim sem INEOS horfir til að taka við ef Erik ten Hag verður rekinn.
„Ég sit þess og nýt hér að svara ykkar spurningum,“ sagði Potter þegar hann var spurður að því hvort hann hefði áhuga á að taka við United.
„Ég tek því sem kemur fram í fjölmiðlum með nokkrum efa.“
Potter hefur verið atvinnulaus í meira en ár. „Ég er eini þjálfarinn í heiminum sem er orðaður við Stoke og Napoli í sömu viku.“
„Ég hef rætt við mikið af fólki en af virðingu við það fólk þá eru þau samtöl okkar bara á milli.“