Arsenal vann góðan 2-0 sigur á PSG í riðalkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Um er að ræða aðra umferð í delidinni sem er með nýju fyrirkomulagi í ár.
Kai Havertz og Bukayo Saka skoruðu mörk Arsenal í fyrri hálfleik og þar við sat. Arsenal var miklu minna með boltann en nýtt færin sín.
Barcelona slátraði Young Boys 5-0 á heimavelli þar sem Robert Lewandowski skoraði tvö mörk. Manchester City vann góðan sigur á Slovan Bratislava þar sem Erling Haaland skoraði eitt mark.
Dortmund gjörsamlega rasskellti Celtic þar sem liðið vann 7-1 sigur þar sem Karim Adeyemi skoraði þrennu í fyrri hálfleik.
Leverkusen vann loks góðan 1-0 sigur á AC Milan.
Úrslit kvöldsins:
RB Salzburg 0 – 4 Brest
Stuttgart 1 – 1 Sparta Prag
Arsenal 2 – 0 PSG
Barcelona 5 – 0 Young Boys
Bayer Leverkusen 1 – 0 Milan
Dortmund 7 – 1 Celtic
Inter 4 – 0 Rauða stjarnan
PSV 1 – 1 Sporting Lisbon
Slovan Bratislava 0 – 4 Manchester City