Manchester Evening News segir misvísandi sögur berast til þeirra um stöðu Erik ten Hag, stjóra Manhester United.
Forráðamenn Manchester United funduðu í sjö tíma um stöðu félagsins í gær og er nokkuð öruggt að stjórnin fundaði um stöðu Ten Hag.
Talið er líklegt að félagið skoði breytingar en staðarblaðið í Manchester segist heyra misvísandi sögur.
Gengi United hefur verið slakt og því eðlilegt að stjórn félagsins meti stöðuna.
Það var til skoðunar að reka Ten Hag í sumar og því er ljóst að traustið til hans er ekki mikið en hvort hann verði rekinn í vikunni eða ekki er óljóst.