Alisson Becker markvörður Liverpool er tognaður aftan í læri, þetta hefur nú verið staðfest. Kappinn meiddist gegn Crystal Palace á laugardag.
Talið er að Alisson þurfi sex vikur til að jafna sig og gekki er gert ráð fyrir endurkomu hans fyrr en seint í nóvember.
Staðfest er að Alisson missi af deildarleikjum gegn Chelsea, Arsenal, Brighton og Aston Villa.
Einnig missir hann af leikjum gegn RB Leipzig og Leverkusen í Meistaradeildinni og gegn Brighton í deildarbikarnum.
Caoimhin Kelleher mun taka stöðu Alisson í markinu en vegna veikinda kom hann ekki inn gegn Palace, það var þriðji markvörðurinn Vitezslav Jaros sem fékk tækifærið þá.