„Hann hefur verið of mikið í ræktinni,“ segir Chris Sutton fyrrum leikmaður í ensku úrvalsdeildinni um Matthijs De Ligt varnarmann Manchester United.
De Ligt var keyptur til Manchester United í sumar en eins og flestir leikmenn United hefur hann verið í brasi.
De Ligt var skellt á bekkinn gegn Aston Villa um helgina en mætti til leiks vegna meiðsla Harry Maguire.
„Þegar hann var hjá Ajax kom hann inn af krafti, hann var sterkur en var líka liðugur og var fljótur að snúa þegar það kom áhlaup.“
„Hann virkar bara allur alltof stífur.“
Ian Ladyman ristjóri Daily Mail tók undir þetta. „Hann virkaði bara eins og fíll þarna í seinni hálfleik,“ sagði Ladyman.