U19 karla vann flottan 3-0 sigur gegn Mexíkó í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Slóveníu.
Staðan var jöfn í hálfleik, en Ísland skoraði tvö mörk með stuttu millibili um miðjan seinni hálfleik og svo bætti Tómas Johannessen þriðja markinu við með glæsilegu skoti þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum.
Ísland mætir næst Katar á laugardaginn og hefst sá leikur kl. 12:00, en hann verður í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.