Barcelona hefur skipað fyrrum undrabarni félagsins, Ansu Fati, að finna sér nýtt heimili í sumar en frá þessu greinir Sport á Spáni.
Fati er fyrrum undrabarn Barcelona en margir voru sammála um að hann yrði næsti Lionel Messi sem er líklega besti leikmaður í sögu félagsins.
Meiðsli hafa þó set mikið strik í reikning Fati sem er 21 árs gamall og spilaði með Brighton síðasta vetur á láni.
Fati á að baki 10 landsleiki fyrir Spán og hefur leikið með Barcelona frá 2012 en hann spilaði sinn fyrsta leik 2019 er hann var aðeins 16 ára gamall.
Barcelona hefur þó misst trú á þessum fína sóknarmanni og vill losna við hann sem fyrst til að geta fengið inn aðra leikmenn í sumarglugganum.
Það eru í raun sorgarfréttir en Fati spilaði 51 leik fyrir liðið 2022-2023 og skoraði tíu mörk og lagði upp önnur 12.