AnneKee De Ligt ratar á forsíður enskra blaða í dag en hún er flutt til Manchester eftir að United festi kaup á Matthijs de Ligt frá FC Bayern í vikunni.
AnneKee og De Ligt hafa lengi verið saman og hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt.
AnneKee er 23 ára gömul og er með yfir 400 þúsund fylgjendur á Instagram síðu sinni.
Parið kynntist þegar þau voru ung í Amsterdam en hafa síðan búið saman á Ítalíu og nú síðast í Þýskalandi.
AnneKee starfar sem fyrirsæta og stílisti fyrir fólk og hefur verið vinsæl í slíkum störfum síðustu árin.
AnneKee þarf nú ásamt eiginmanni sínum að finna sér húsnæði í Manchester en hann skrifaði undir fimm ára samning við United.
AnneKee og De Ligt eru gift en parið hefur nú nýtt líf í rigningunni í Manchester.