Bournemouth mun ekki ganga frá kaupum á Eddie Nketiah framherja Arsenal en samtalið hafði verið í gangi.
Crystal Palace er hins vegar byrjað að ræða við Arsenal og skoðar að kaupa hinn 25 ára gamla framherja.
Bournemouth er að kaupa Evanilson frá Porto á rúmar 40 milljónir punda.
Marseille reyndi að kaupa Nketiah í tvígang á dögunum en þeim tilboðum var hafnað og leitaði liðið annað.
Nketiah á þrjú ár eftir af samningi sínum við Arsenal en vill komast á þann stað að hann byrji flesta leiki.