Fulham er ekki eina félagið sem er á eftir skoska landsliðsmanninum Scott McTominay.
Frá þessu greinir Mirror en McTominay hefur verið á óskalista enska félagsins í allt sumar – hann leikur með Manchester United.
Samkvæmt Mirror er Napoli að horfa til McTominay en er þó ekki tilbúið að borga 25 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Útlit er fyrir að United sé tilbúið að selja þennan ágæta leikmann en Fulham hefur hingað til mistekist að ná samkomulagi um kaup og kjör.
Um er að ræða 27 ára gamlan leikmann sem er á sínu síðasta samningsári á Old Trafford.