115 ákærur á hendur Manchester City verða teknar fyrir um miðjan september og er búist við að yfirheyrslur og rökræður taki tíu vikur.
Enska sambandið ákærði City í febrúar árið 2023 fyrir að brjóta 115 sinnum á reglum um fjármögnun félaga.
Times segir frá því að málið verði tekið fyrir um miðjan september og er búist við að vitnaleiðslur taki tíu vikur.
Óháð nefnd mun svo kveða upp dóm sinn en búist er við niðurstöðu í byrjun janúar.
Ljóst er að City gæti átt yfir höfði sér mjög þungan dóm, jafnvel svo þungan að liðið yrði dæmt úr ensku úrvalsdeildinni.