fbpx
Föstudagur 04.október 2024
433Sport

Síminn kynnir breytingar á enska boltanum – Lofa því að þetta síðasta tímabil verði það besta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síminn er að fara inn í sitt síðasta keppnistímabil í Premier League í bili og ætlar að klára þetta sex ára skemmtilega skeið með stæl og mun gera nokkrar tæknilegar og efnislegar uppfærslur sem eru hugsaðar til að gera þetta tímabil að besta tímabili Símans Sport.

Tækninni fleygir fram og Síminn er að uppfæra fyrirkomulag útsendinga í takt við aðferðafræði framtíðarinnar, líkt og er hjá stærstu streymisveitum heims á borð við Netflix, Disney og Amazon. Gagnvirkni, leitarmöguleikar og aðgengileiki er að aukast en hefðbundnar línulegar sjónvarpsrásir eru á undanhaldi. Síminn mun með þessu geta sýnt ótakmarkaðan fjölda leikja á sama tíma á sama stað. Það hefur t.a.m. reynst erfitt í gegnum tíðina að sýna frá öllum leikjum þegar margir leikir eru spilaðir á sama tíma.

Hingað til hafa leikir verið aðgengilegir á línulegum rásum Símans Sport en nú munu leikir færast í sérstaka möppu í viðmóti Sjónvarpi Símans og munu áhorfendur geta skipt á milli leikja á einfaldan hátt.

Næstkomandi fimmtudag munu Tómas Þór og félagar hita upp fyrir komandi tímabil, þar verður farið nánar yfir þær breytingar sem framundan eru á útsendingum enska boltans á Síminn Sport ásamt því að fara yfir allt það helsta sem snýr að komandi tímabili. Þátturinn verður í opinni dagskrá á Sjónvarp Símans kl. 20:00 fimmtudaginn 15. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arne Slot fékk spurningu og svaraði – „Sama leiðinlega svarið, fyrirgefið mér það“

Arne Slot fékk spurningu og svaraði – „Sama leiðinlega svarið, fyrirgefið mér það“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fallegasta kona heims gæti farið í bann á Instagram – Birti þessar myndir þar sem brjóstin hennar sjást

Fallegasta kona heims gæti farið í bann á Instagram – Birti þessar myndir þar sem brjóstin hennar sjást
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

PSG ætlar að setja allt í botn til að klófesta stjörnu Liverpool frítt

PSG ætlar að setja allt í botn til að klófesta stjörnu Liverpool frítt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer Garnacho frá Untied? – Sagður eiga í stríði við Ten Hag og tvö stórlið vilja fá hann

Fer Garnacho frá Untied? – Sagður eiga í stríði við Ten Hag og tvö stórlið vilja fá hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Víkingur fékk skell í Kýpur í fyrsta leik – Einn besti maður liðsins borin af velli

Víkingur fékk skell í Kýpur í fyrsta leik – Einn besti maður liðsins borin af velli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sendi þessi seiðandi skilaboð á 15 konur á sama tíma – Allt komst upp og fékk hann nafnið SMS-kóngurinn

Sendi þessi seiðandi skilaboð á 15 konur á sama tíma – Allt komst upp og fékk hann nafnið SMS-kóngurinn