Matthias Præst mun ganga í raðir KR eftir tímabilið og kemur til félagsins f rá Fylki.
KR greinir frá þessu í kvöld en Præst gerir þriggja ára samning við þá svarthvítu.
Præst hefur leikið með Fylki á þessu tímabili og verið einn allra besti leikmaður liðsins í sumar.
Leikmaðurinn er fæddur árið 2000 og hefur spilað 18 deildarleiki í sumar og skorað þrjú mörk.
Præst mun klára tímabilið með Fylki og ganga svo í raðir KR seinna á árinu.