Martin Zubimendi miðjumaður Real Sociedad lét forráðamenn Liverpool vita af því í gærkvöldi að hann ætlaði ekki að koma til félagsins.
Forráðamenn Liverpool töldu allt að verða klappað og klárt og kom því símtalið frá Zubimendi á óvart.
Zubimendi er 25 ára miðjumaður en forráðamenn Sociedad og þjálfari liðsins Imanol Alguacil lagði mikla pressu á hann.
Þannig segja spænskir miðlar að þjálfarinn hafi talað mikið um það hversu svekktir stuðningsmenn liðsins yrðu ef hann færi.
Þá var sett saman kynning fyrir Zubimendi með matnum sem er í boði í San Sebastian og farið yfir fjallið Ulia sem Zubimendi er sagður elska að klífa.
Þá var hann minntur á viðtal eftir úrslitaleik Evrópumótsins þar sem Zubimendi sagði að hann færi ekki frá félaginu.
Forráðamenn Liverpool eru svekktir, þeir lögðu mikið í sölurnar og buðu Zubimendi miklu hærri laun en hann fær á Spáni en hann ákvað að halda tryggð við sitt félag eftir mikla pressu.