James Westwood, blaðamaður Goal, er á því máli að Marcus Rashford eigi að byrja tímabilið á varamannabekk Manchester United.
Það er ekki beint vinsæl skoðun en Rashford er af mörgum talinn einn allra mikilvægasti leikmaður United, ef hann er upp á sitt besta.
Englendingurinn var þó alls ekki frábær síðasta vetur og var ekki valinn í landsliðshóp Englands fyrir EM í sumar.
,,Þessi fyrrum elskaði akademíu strákur virðist vera fastur í stað og í dag á hann ekki skilið fast sæti í byrjunarliði United,“ skrifar Westwood.
,,Komandi tímabil verður það mikilvægasta á hans ferli. Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur skorað 131 mark í 402 leikjum fyrir United en aðeins átta af þessum mörkum voru skoruð í fyrra. Hann sýnir engan stöðugleika og virðist spila án sjálfstrausts í hvert skipti sem hann stígur inn á völlinn.“
,,Sannleikurinn er sá að sterkasta byrjunarlið United í dag er án Rashford. Hann er meira fyrir öðrum frekar en hjálpsamður og það eru betri leikmenn til staðar.“