Kylian Mbappe mun ekki fá neina sérmeðferð hjá Real Madrid segir Carlo Ancelotti, stjóri liðsins.
Ancelotti hefur bullandi trú á Mbappe sem kom til Real frá PSG í sumar en hann er einn besti sóknarmaður heims.
Ancelotti varar Mbappe þó við því að hann þurfi að aðlagast hlutunum í Madríd og á ekki endilega fast sæti í liðinu ef illa gengur til að byrja með.
,,Hann þarf að aðlagast liðinu og leikstílnum eins og allir aðrir,“ sagði Ancelotti við blaðamenn.
,,Við erum ánægðir með hans komu því hann er með mikil gæði og ég er viss um að hann nái að fóta sig snemma.“
,,Allir hjá Real Madrid eru ánægðir með hans komu og ég er sannfærður um að hann muni gera vel.“