Wataru Endo kom til Liverpool síðasta sumar og spilaði mjög stórt hlutverk í liðinu hjá Jurgen Klopp en staðan er breytt.
Arne Slot er tekin við liðinu og sá hollenski virðist hafa afar takmarkaða trú á Endo.
Þannig hafa nokkur lið spurst fyrir um Endo í sumar og ensk blöð segja að Celtic hafi mikinn áhuga á að fá hann.
Endo hefur ekki fengið mikið traust á undirbúningstímabilinu hjá Slot sem vill kaupa nýjan djúpan miðjumann.
Endo átti margar góðar frammistöður á síðustu leiktíð en nú telja enskir miðlar að hann gæti farið áður en glugginn lokar í lok ágúst.