Alvaro Morata framherji AC Milan og Alice Campello eru skilin eftir sjö ára hjónaband og fjögur börn. Þau staðfesta þetta.
Morata og Campello hafa verið ofurpar í heimi fótboltans en kappinn hefur spilað fyrir Chelsea, Juventus, Real Madrid og Atletico Madrid.
Morata gekk svo í raðir AC Milan á dögunum. „Alvaro og ég höfum tekið ákvörðun um að skilja, þetta er erfiðasta ákvörðunin í lífi okkar,“ segir Campello.
Þau giftu sig fyrir sjö árum en höfðu verið saman í nokkur ár á undan. „Við tökum þessa ákvörðun en til að halda því til haga var enginn þriðji aðili í þessu og enginn óvirðing.“
„Morata hugsaði vel um mig og setti mig í forgang, virti mig og sá um mig. Ég get því ekki leyft neinum fölskum sögum að fara af stað.“