Ederson hefur staðfest það að hann verði áfram hjá Manchester City í vetur og er ekki á leið til Sádi Arabíu.
Það er Ederson sjálfur sem greinir frá en hann var nálægt því að taka við risalaunum í Sádi fyrr í sumar.
Brassinn ætlar þó að spila lengur með Englandsmeisturunum en hann er aðalmarkvörður félagsins og mikilvægur hlekkur í liðinu.
,,Þetta er ákveðið. Ég hef rætt við suma leikmenn, stjórann, yfirmanninn og alla aðra,“ sagði Ederson.
,,Ég hef rætt við fjölskylduna og þetta var sameiginleg ákvörðun. Við verðum áfram hjá City.“