Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, hefur sett spurningamerki við kaup félagsins á varnarmanninum Matthijs de Ligt.
De Ligt er að ganga í raðir United frá Bayern Munchen en Ferdinand er ekki sannfærður um þessi leikmannakaup.
Hollendingurinn hefur verið í veseni í Þýskalandi hjá Bayern og var fyrir það í frekari vandræðum hjá Juventus á Ítalíu.
,,Hann hefur verið mikið meiddur og hefur ekki byrjað marga leiki undanfarin tvö eða þrjú ár, United er að eyða 45-50 milljónum punda í hann,“ sagði Ferdinand.
,,Er hann að fara gera gæfumuninn hjá United? Ég held að öll augu verði á honum í vetur, pressan er mikil og tækifærið er stórt en það er margt óskýrt við þessi félagaskipti.“
,,Stór ástæða þess er að hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá honum hjá bæði Juventus og Bayern Munchen.“