Fenerbache í Tyrklandi hefur samþykkt 2,5 milljóna punda tilboð frá Ipswich Town í Ryan Kent leikmann félagsins.
Fenerbache leikur í dag undir stjórn Jose Mourinho sem tók við þjálfun liðsins í sumar.
Kent sem ólst upp hjá Liverpool en fór til Rangers í Skotlandi þar sem hann gerði vel.
Kent samdi við Fenerbache fyrir ári síðan en var í algjöru aukahlutverki á síðustu leiktíð með liðinu.
Kent er 27 ára gamall en Ipswich er aftur komið upp í ensku úrvalsdeildina og stefnir að því að semja við Kent á næstu dögum.