Ný hárgreiðsla Kevin de Bruyne hefur heldur betur vakið athygli en hann er leikmaður Manchester City.
Um er að ræða einn besta miðjumann heims en hann hefur lengi verið lykilmaður í liði Englandsmeistarana.
De Bruyne er mættur aftur til æfinga hjá City eftir að hafa spilað með belgíska landsliðinu á EM í sumar.
Belginn lítur allt öðruvísi út í dag en á síðustu leiktíð en hann skartar sömu hárgreiðslu og framherji liðsins, Erling Haaland.
Sjón er sögu ríkari en mynd af þessu má sjá hér.